Hoppa yfir valmynd
9. ágúst 2002 Matvælaráðuneytið

Útgáfa reglugerða um stjórn fiskveiða á fiskveiðiárinu 2002/2003

Féttatilkynning


Útgáfa reglugerða um stjórn fiskveiða á fiskveiðiárinu 2002/2003.



Ráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerðir um veiðar aflamarksbáta, krókaaflamarksbáta og dagabáta á fiskveiðiárinu 2002/2003. Reglugerðir þessar taka gildi 1. september n.k.

Þá hefur ráðuneytið gefið út reglugerð, sem lýtur að úthlutun aflaheimilda til skel- og innfjarðarækjubáta, sem orðið hafa fyrir skerðingu á aflaheimildum í skel og rækju, reglugerð, sem lýtur að úthlutun aflaheimilda úr svonefndum "jöfnunarsjóði" og loks reglugerð um úthlutun aflaheimilda til krókaaflamarksbáta, sem gerðir eru út frá sjávarbyggðum, sem háðar eru veiðum slíkra báta. Loks hefur ráðuneytið gefið út reglugerð um nýtingu afla og aukafurða.

Ofangreindar reglugerðir verða aðgengilegar á vefsíðu sjávarútvegsráðuneytisins í dag, en Fiskistofa mun við úthlutun veiðileyfa og aflamarks í næstu viku kynna útgerðum fiskiskipa þessar reglur og aðrar sem um veiðar á komandi fiskveiðiári gilda.

Að lokum vill ráðuneytið láta koma fram, að samkvæmt gildandi lögum er ráðherra heimilt árlega að úthluta í samráði við Byggðarstofnun allt að 1.500 lestum af óslægðum botnfiski til stuðnings byggðarlögum, sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Unnið er að setningu reglna vegna þessarar sérstöku úthlutnunar.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 9. ágúst 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum