Hoppa yfir valmynd
6. september 2002 Matvælaráðuneytið

Ráðherrafundur í tilefni sjávarútvegssýningarinnar

Ráðherrafundur sjávarútvegsráðuneytisins í tilefni sjávarútvegssýningarinnar.


Í tengslum við sjávarútvegssýninguna stóð sjávarútvegsráðuneytið fyrir ráðherrafundi þar sem flutt voru nokkur erindi ráðherra og hátt settra embættismanna.

William T. Hogart framkvæmdasjóri hjá NOAA í Bandaríkjunum flutti erindi um stjórn fiskveiða þar við land. Í kölfarið urðu talsverðar umræður um það sem er líkt og ólíkt með fiskveiðistjórnkerfum þar og hér.

Birgitte Langenhagen varaformaður sjávarútvegsnefndar Evrópusambandsins kynnti sjávarútvegsstefnu þess en Einar Kristinn Guðfinnsson formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis fór yfir kosti og galla stefnunnar út frá sjónarmiðum Íslendinga.

Sjávarútvegsráðherra Chile, Felipe Sandoval, hélt ítarlegan fyrirlestur um nýjungar í stjórkerfi fiskveiða við Chile sem hefur verið í gagngerri endurskoðun undanfarin misseri.

Að lokum fór Jörgen Niclasen yfir fiskveiðistjórnkerfi Færeyinga þar sem hann lagði sérstaka áherslu á svæðisbundna stjórnun. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra bar það síðan saman við þá stjórnun sem beitt er við strendur Íslands.

Ráðherrafundinn sátu einnig sjávarútvegsráðherrar Túnis og Sri Lanka.

Að fundi loknum sóttu ráðherrarnir sjávarútvegssýninguna heim.


Sjávarútvegsráðuneytið
5. september 2002




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum