Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðuneytið styrkir frjáls félagasamtök



Umhverfisráðherra hefur afgreitt styrkumsóknir frá frjálsum félagasamtakökum á umhverfissviði. Veittir voru almennir rekstrarstyrkir að upphæð 4,7 milljónir króna og 2,7 milljónir til verkefna á vegum félagasamtaka.

Fjárhagsstuðningur við frjáls félagasamtök er liður í viðamiklu samstarfi umhverfisráðuneytisins og frjálsra félagasamtaka. Samstarfið byggir á samstarfsyfirlýsingu sem var undirrituð 20. mars 2001 en markmið samstarfsins er að efla lýðræðislega umræðu um umhverfis- og náttúruvernd.

Alls eiga 13 félagasamtök aðild að samstarfsyfirlýsingunni. Auk fjárhagslegs stuðnings felst samstarfið í reglulegum samráðsfundum þar sem fulltrúum félagasamtakanna eru kynnt helstu mál sem unnið er að innan ráðuneytisins og þau koma sínum sjónarmiðum á framfæri og kynna verkefni á sínum vegum. Þá leitast ráðuneytið einnig við að bjóða fulltrúum frjálsrafélagasamtaka þátttöku í fjölskipuðum nefndum á vegum ráðuneytisins og hafa samráð við þau við undirbúing lagafrumvarpa og reglugerða.

Dæmi um sérstök verkefni sem ráðuneytið styður fjárhagslega eru Vistvernd í verki, Grænfáninn og LAND-NÁM. Vistvernd í verki er verkefni sem beinir sjónum sínum að umhverfismálum heimilinna, Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni sem snýr að umhverfismálum í grunnskólum og LAND-NÁM er verkefni þar sem markmiðið er að tengja saman uppgræðslustarf ungmenna og fræðslu um náttúru og umhverfi. Landvernd hefur umsjón með tveimur fyrrnefndu verkefnunum en LAND-NÁM er á vegum samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs.

Fréttatilkynning nr. 9/2003
Umverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum