Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2003 Matvælaráðuneytið

Leyfilegur heildarafli 2003/2004.

3. júlí 2003.


Fréttatilkynning
Leyfilegur heildarafli fiskveiðiárið 2003/2004


Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu 2003/2004 og er hann sem hér segir:



Ákvörðun um leyfilegan heildarafla fyrir rækju verður endurskoðuð að lokinni úttekt Hafrannsóknastofnunarinnar á rækjustofnunum.

Ákvörðunin um leyfilegan heildarafla felur í sér liðlega 11,3% aukningu aflamagns á yfirstandandi fiskveiðiári í þorskígildum talið. Gera má ráð fyrir að þessi aukning leiði til þess að aflaverðmæti verði liðlega 8 milljörðum hærra en ella og að útflutningsverðmæti aukist um u.þ.b. 12,5 milljarða (aukning í kolmunna meðtalin, sjá hér að neðan).

Í megin atriðum er farið að tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar sem fram koma í skýrslu hennar um ástand nytjastofna sjávar 2002/2003. Í fjórum tilvikum er vikið frá tillögum stofnunarinnar. Úthlutun í grálúðu verður óbreytt frá yfirstandandi fiskveiðiári og mun nema 23 þúsund tonnum í stað 20 þúsundum tonna skv. tillögunni. Sama gildir um steinbít, úthlutun verður óbreytt og nemur 16 þúsundum tonna í stað 15 þúsunda. Heimildir í skarkola verða 4.500 í stað 4 þúsund eins og lagt er til, en þær nema 5 þúsund tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári. Loks hefur sjávartúvegsráðherra ákveðið að úthluta 2 þúsund tonnum af skötusel sem er 500 tonna aukning frá heimildum síðasta fiskveiðiárs og tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar nú.

Nú er fyrsta sinn skipt sérstaklega á milli djúpkarfa og gullkarfa og er það í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar.

Þá hefur sjávarútvegsráðuneytið enn fremur gefið út í dag reglugerð um breytingar á heildarúthlutun á kolmunna fyrir árið 2003. Hún felur í sér aukningu úr 318 þúsund tonnum í 547 þúsund tonn. Þetta er gert til samræmis við ákvarðanir Evrópusambandsins eins og á árinu 2002 en þá fylgdi ráðuneytið einnig fordæmi þess. Þá er jafnframt litið til ákvarðana Noregs og Færeyja sem gera ráð fyrir verulega auknum kolmunnaafla þessara þjóða á árinu.

Sjávarútvegsráðuneytið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum