Hoppa yfir valmynd
2. september 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Evrópskur tungumáladagur 26. september 2003 (2.09.2003)


Til leik-, grunn-, framhalds-,háskóla og annarra hagsmunaaðila

Menntamálaráðuneytið vill með bréfi þessu minna á Evrópskan tungumáladag hinn 26. september nk., sbr. bréf ráðuneytisins til yðar frá 28. maí síðastliðnum. Tungumáladagurinn er nú haldinn hátíðlegur í Evrópulöndum í þriðja sinn að frumkvæði Evrópuráðsins. Skólar og aðrar fræðslustofnanir, svo og ýmsir aðrir hagsmunaaðilar, eru hvattir til að minnast dagsins með einhverjum hætti með því að beina sjónum manna að þeim markmiðum sem Evrópuráðið hefur sett. Þau miða að því að vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu, halda á lofti fjölbreytileika tungumála og menningar í Evrópu og hvetja til símenntunar í tungumálum.

Ráðuneytið vekur athygli á að á vefsíðu þess er að finna ýmsar upplýsingar um Evrópskan tungumáladag 2003. Þar hefur m.a. verið komið upp hugmyndabanka að mögulegum aðgerðum á tungumáladeginum sem skólar og aðrir eru hvattir til að nýta sér. Slóðin er: menntamalaraduneyti.is/mrn/mrn.nsf/pages/althjodlegt.

Íslenska útgáfu af veggspjaldi sem hannað er af Evrópuráðinu í tilefni tungumáladagsins með kveðju á 40 tungumálum má nálgast öllum að kostnaðarlausu í afgreiðslu menntmálaráðuneytisins. Einnig er unnt að fá veggspjaldið sent ef þess er óskað. Á vegum Evrópuráðsins hafa verið gerðir límmiðar sem jafnframt má nálgast í ráðuneytinu eða fá senda skv. beiðni.

(September 2003)



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum