Hoppa yfir valmynd
2. september 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Norræn ráðstefna um mat og gæðastjórnun sem þróunartæki í grunn- og framhaldsskólum (2.09.2003)


Norræn ráðstefna um mat og gæðastjórnun í skólum verður haldin dagana 27. og 28. nóvember nk. í Bro skammt hjá Stokkhólmi í Svíþjóð. Að ráðstefnunni standa norrænu löndin fimm. Gert er ráð fyrir um 20 þátttakendum frá hverju landi og er fæði og gisting meðan á ráðstefnunni stendur þátttakendum að kostnaðarlausu. Ráðstefnugjald er ekkert en þátttakendur greiða sjálfir fyrir ferðir til og frá Svíþjóð.

Markmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang þar sem fræðsluyfirvöld, sérfræðingar, skólastjórnendur og kennarar miðla af reynslu sinni og þekkingu.

Meðfylgjandi er dagskrá ráðstefnunnar.

Þeir sem hafa áhuga á að senda fulltrúa á ráðstefnuna vinsamlega tilkynnið þátttöku til: [email protected] fyrir 26. september nk. Vinsamlegast gefið upp nafn þátttakanda, stöðu, vinnustað, síma, bréfsíma og netfang.

(September 2003)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum