Hoppa yfir valmynd
18. september 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ár fatlaðra 2003 á vegum Evrópusambandsins (18.09.2003)

Til stofnana á stjórnsýslusviði
menntamálaráðuneytisins og hagsmunaaðila


Árið 2003 er helgað málefnum fatlaðra á vettvangi Evrópska efnahagssvæðisins. Áherslur Evrópuþjóða beinast að því að vekja almenning til vitundar um réttindi þeirra sem búa við fötlun. Markmið ársins er að stuðla að framförum í átt til jafnréttis fyrir fatlaða sem gerir þeim kleift að verða virkir þátttakendur í samfélaginu bæði við leik og störf. Einkunnarorð ársins eru "eitt samfélag fyrir alla".

Upplýsingar um árið er að finna á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins undir vefslóðinni www.arfatladra.is þar sem m.a. er að finna dagatal yfir viðburði næstu mánaða. Þar kemur fram að áherslur þjóða í þágu markmiða ársins beinast að því að auka meðvitund almennings í þessum löndum um réttindi þeirra sem búa við fötlun, jafnframt því sem allir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til þess að fólk með fötlun geti orðið virkari þátttakendur í því samfélagi sem þeir lifa og starfa í. Í þessu sambandi er bent á mikilvægi góðrar menntunar og öflugs stuðnings við fatlaða á almennum vinnumarkaði.

Menntamálaráðuneytið beinir þeim tilmælum til forstöðumanna stofnana sem undir það heyra svo og hagsmunaaðila að markmiðið eitt samfélag fyrir alla verði umfjöllunarefni á þeirra vettvangi og markmið ársins gerð sýnileg með þeim hætti sem hentar á hverjum stað. Bent er á möguleika á að kynna þá starfsemi sem fram fer innan stofnananna og huga að bættri þjónustu og betra aðgengi fatlaðra. Jafnframt því er forstöðumönnum stofnana og hagsmunasamtaka bent á möguleika á að ráða fólk með fötlun til starfa. Með því geta þeir lagt því lið að Ísland geti orðið samfélag þar sem allir eru gjaldgengir á sínum forsendum.

(September 2003)


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum