Hoppa yfir valmynd
23. september 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sveitarstjórnarkosningar í Búða- og Stöðvarhreppi

Kosið var til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Búða- og Stöðvarhrepps 20. september sl. og voru tveir listar í framboði. Atkvæði féllu þannig að B-listi Framsóknarfélaga Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar hlaut 288 atkvæði, eða 69%, og fimm menn kjörna og S-listi Samfylkingarinnar og óháðra hlaut 127 atkvæði, eða 31%, og tvo menn kjörna. Sameining sveitarfélaganna tekur gildi hinn 1. október nk.

Samhliða fór fram atkvæðagreiðsla um nafn á hið sameinaða sveitarfélag og hlaut nafnið Austurbyggð flest atkvæði, eða 166 af 429 greiddum atkvæðum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum