Hoppa yfir valmynd
24. september 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundur vinnumálaráðherra

Fundur vinnumálaráðherra
Fundur vinnumálaráðherra

Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, tók þátt í fundi norrænna vinnumálaráðherra dagana 22. og 23. september sl. Fundurinn var haldinn á Ölandi í Svíþjóð. Á fundinum voru m.a. til umræðu hugmyndir sem hafa að markmiði að auðvelda fólki að flytjast á milli Norðurlandanna án þess að glata ýmsum félagslegum réttindum, t.d. sem leiða af aðild að atvinnuleysistryggingasjóðum.

Fundurinn samþykkti erindisbréf fyrir nefnd sem skipuð verður til að setja fram tillögur um gagnkvæma viðurkenningu á starfsréttindum. Einnig erindisbréf fyrir nefnd sem á að endurskoða samstarfsáætlun Norðurlandanna á sviði vinnu- og vinnuumhverfismála fyrir árin 2005 - 2008. Þá var enn fremur samþykkt að gerð skuli úttekt á kostum þess og göllum að auka réttindi borgara frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa varanlega búsetu í norrænu ríkjunum til að flytjast í atvinnuskyni um Norðurlöndin.

Við þetta tækifæri héldu norrænu vinnumálaráðherrarnir í fyrsta skipti fund með starfsbræðrum frá Eystrasaltsríkjunum og Póllandi. Á þeim fundi var skipst á upplýsingum um hugsanleg áhrif af fjölgun aðildarríkja Evrópusambandsins vinnumarkaðinn og atvinnulífið í þessum ríkjum.

Fleiri myndir:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum