Hoppa yfir valmynd
24. september 2003 Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegsráðherra á alþjóðlegri ráðherraráðstefnu.

22. september 2003.

Fréttatilkynning
Sjávarútvegsráðherra á alþjóðlegri ráðherraráðstefnu




Sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen flutti erindi á alþjóðlegri ráðherraráðstefnu sem haldin var í tengslum við Sjávarútvegssýninguna í Vigo á Spáni. Megin viðfangsefni ráðstefnunnar var að fjalla um viðskipti og svæðisbundna stjórnun í sjávarútvegi.

Í máli sínu lagði sjávarútvegsráðherra einkum áherslu á þrjú atriði. Í fyrsta lagi nauðsyn frjálsra viðskipta með afurðir í sjávarútvegi og um leið mikilvægi þess að afnema niðurgreiðslur í atvinnugreininni. Í öðru lagi að allar þjóðir sem leggja stund á sjávarútveg verði að koma upp öflugu eftirlitskerfi þar sem allur afli er skráður með nákvæmum hætti. Að öðrum kosti verði ekki hægt að stunda ábyrgar fiskveiðar hvorki svæðisbundið né á alþjóðlegum hafsvæðum. Loks fjallaði ráðherrann um vanda sem tengist ólöglegum fiskveiðum þar sem þær eru eðli málsins samkvæmt stjórnlausar og afli þeirra skipa sem slíkar veiðar stunda er aldrei skráður. Undirstrikaði ráðherra nauðsyn þess að allar þjóðir sem tengjast sjávarútvegi taki höndum saman í baráttunni gegn sjóræningjaveiðum í úthöfunum.

Ráðstefnan var vel sótt þar sem sjávarútvegsráðherrar frá tuttugu og fjórum ríkjum tóku þátt í henni.




Sjávarútvegsráðuneytið.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum