Hoppa yfir valmynd
2. október 2003 Matvælaráðuneytið

Framlenging á fresti sveitarstjórna.

Framlenging á fresti sveitarstjórna.


Úthlutunar byggðakvóta, samkvæmt reglugerð nr. 596/2003, um úthlutun á 1.500 þorskígldislestum til stuðnings byggðalögum.


Dregist hefur nokkuð að allar þær upplýsingar liggi fyrir, sem ráðuneytinu eru nauðsynlegar, til að reikna út hlut hvers sveitarfélags úr byggðakvótanum. Er nú að því stefnt að ráðuneytið tilkynni einstökum sveitarstjórnum hversu mikið kemur í hlut hvers sveitarfélags eigi síðar en 15. október n.k. Vegna þessa hefur ráðuneytið lengt um hálfan mánuð þann frest, sem sveitarstjórnir hafa til að leggja fram tillögur til ráðuneytisins um úthlutunarreglur. Rennur fresturinn út 1. nóvember n.k.


Sjávarútvegsráðuneytið 2. október 2003.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum