Hoppa yfir valmynd
7. október 2003 Dómsmálaráðuneytið

Nefnd um könnun á veitingu reynslulausna


Dómsmálaráðherra hefur skipað nefnd er hefur það hlutverk að kanna og gera úttekt á veitingu reynslulausna. Er það í samræmi við ályktun Alþingis frá 13. mars þessa árs að fela dómsmálaráðherra að skipa nefnd til að kanna og gera úttekt á veitingu reynslulausnar skv. 40.–42. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Nefndin skuli kanna m.a. hversu algengt er að reynslulausn er beitt, hvernig háttað er eftirliti með því að skilyrði reynslulausnar séu haldin og hversu mörg brot eru framin af einstaklingum á reynslulausn. Jafnframt verði sérstaklega kannað hvort ástæða sé til þess að breyta framkvæmd reynslu lausnar á þann veg að það verði hlutverk dómara að ákveða hvort fangi skuli látinn laus til reynslu í stað Fangelsismálastofnunar ríkisins, sbr. 1. mgr. 40. gr. almennra hegningarlaga.

Í nefndinni sitja:
Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, formaður,
Jónas Jóhannsson héraðsd., skv.tilnefningu Dómarafél. Ísl.,
Ragnheiður Bragadóttir prófessor, skv. tilnefningu lagadeildar Háskóla íslands,
Þorsteinn A. Jónsson skv. tilnefningu Fangelsisstofnunar.

Nefndin ber að skila tillögum til ráðherra fyrir 1. feb 20004


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum