Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Þátttaka grunnskóla í Olweusaráætluninni gegn einelti 2004 - 2006 (6.11.2003)

Bréf til skóla vegna 2. hluta í eineltisverkefninu

Menntamálaráðuneytið kannaði í júní sl. áhuga grunnskóla á þátttöku í Olweusaráætlunni gegn einelti 2004- 2006 sem er nýr áfangi í eineltisverkefninu sem hófst haustið 2002 í 43 grunnskólum. Í þessum áfanga er gert ráð fyrir að allt að 40 grunnskólar geti hafið vinnu samkvæmt Olweusaráætlunni gegn einelti haustið 2004 til tveggja skólaára. Mikill áhugi kom fram meðal grunnskóla og sveitarfélaga að taka þátt í verkefninu. Af þeim sökum hafa samstarfsaðilar ákveðið að hrinda af stað nýju verkefni og falið Þorláki Helgasyni áframhaldandi framkvæmdastjórn.

Olweusarverkefnið er unnið í samstarfi menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og samtakanna Heimilis og skóla með stuðningi Kennaraháskóli Íslands og hefur framkvæmdastjóri þar aðsetur.

Umsóknir skóla um þátttöku í Olweusaráætlunni gegn einelti skólaárin 2004 – 2006 þurfa að berast í tölvupósti til framkvæmdastjóra fyrir 25. nóvember 2003 og veitir hann allar frekari upplýsingar. Netfangið er [email protected]

Ýmsar upplýsingar sem tengjast eineltismálum eru aðgengilegar á vef ráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is.

(Nóvember 2003)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum