Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Málþing um samræmd próf við lok grunnskóla (7.11.2003)

Til grunnskóla, skólaskrifstofa, framhaldsskóla, kennaramenntunarstofnana og ýmissa annarra hagsmunaaðila.

Menntamálaráðuneytið boðar til málþings um samræmd próf við lok grunnskóla föstudaginn 21. nóvember nk. frá kl. 13.00-17.00 í Kennaraháskóla Íslands.

Markmiðið með málþinginu er að fjalla um reynsluna af samræmdum prófum við lok grunnskóla út frá sem flestum sjónarhornum og að ræða um einstök álitamál sem tengjast framkvæmd prófanna í ljósi laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla.

Málþingið er haldið í samvinnu við Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands í samráði við Skólastjórafélag Íslands, Félag grunnskólakennara, Samband íslenskra sveitarfélaga, Námsmatsstofnun, Heimili og skóla og umboðsmann barna.

Málþingið er einkum ætlað skólastjórnendum og kennurum á grunnskólastigi, stefnumótunaraðilum í menntamálum, kennaramenntunarstofnunum og fulltrúum foreldra og nemenda. Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Hjálögð er dagskrá málþingsins en hún er einnig aðgengileg á vef menntamálaráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is og www.menntagatt.is. Skráning fer fram á heimasíðu Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands, rannsokn.khi.is og skal hafa borist í síðasta lagi þriðjudaginn 18. nóvember nk.

Ráðuneytið væntir þess að málþingið veiti ólíkum hagsmunaaðilum tækifæri til málefnalegrar umfjöllunar um samræmd próf við lok grunnskóla.

(Nóvember 2003)


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum