Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2003 Matvælaráðuneytið

Ráðherrafundur Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna

Öryggi matvæla og vistvæn framleiðsla á þeim voru meðal umræðuefna á fundi landbúnaðar-, matvæla -, skógræktar- og sjávarútvegsráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Tallin í Eistlandi dagana 7.- 8. nóvember 2003. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd en það var Tiit Tammisar landbúnaðarráðherra Eistlands sem bauð til fundarins.

Á fundinum voru samþykktar þrjár yfirlýsingar. Í þeirri fyrstu er fjallað um aukna samvinnu á sviði matvæla, fiskveiða, landbúnaðar og skógræktar. Í annarri um matvælaöryggi og í hinni þriðju um aukna áherslu á vistvæna framleiðslu. Næsti ráðherrafundur þessara aðila verður haldinn í síðasta lagi árið 2006 og þá verður Rússlandi boðið að taka þátt í fundinum og undirbúningi hans.



Sjávarútvegsráðuneytinu 11. nóvember 2003.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum