Hoppa yfir valmynd
11. desember 2003 Innviðaráðuneytið

Gistinóttum á hótelum hefur fjölgað um 27%

Í október síðastliðnum voru gistinætur um 74 þúsund samanborið við 58 þúsund árið áður, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Samsvarar þetta 27% aukningu milli ára. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi þar sem fækkunin var um 3%.

Á Norðurlandi var mesta fjölgun gistinátta, en þar tvöfaldaðist fjöldinn og fór úr 3 þúsundum í 6 þúsund milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu voru gistinæturnar 55 þúsund í októbermánuði síðastliðnum en voru 44 þúsund árið á undan, sem telst vera 26% aukning. Gistinætur á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fóru úr 4.700 í 5.800 milli ára og fjölgaði þar með um 23%. Á Austurlandi nam aukningin um 20% þegar gistinætur í október fóru úr 1.600 í 2.000 milli ára.

Heimild mbl.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum