Hoppa yfir valmynd
12. desember 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Íslendingur varaforseti nefndar Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum

Séra Baldur Kristjánsson var á síðasta ári tilnefndur af íslenskum stjórnvöldum í nefnd Evrópuráðsins sem fjallar um aðgerðir gegn kynþáttafordómum (ECRI - European Commission against Racism and Intolerance). Nefndin er sjálfstæð undirnefnd Evrópuráðsins og hefur það hlutverk að finna leiðir til þess að berjast gegn kynþáttafordómum og hvers konar mismunun er af þeim stafar í löndum Evrópuráðsins. Í þessu skyni hefur nefndin látið mjög til sín taka málefni hælisleitanda og flóttafólks í Evrópu.

Meginstarf ECRI felst í því að skrifa skýrslur um ástand mála í aðildarríkjum Evrópuráðsins og leiðbeina með þeim hætti stjórnvöldum. Í nefndinni, sem fundar reglulega þrjár vikur á ári, er einn sérfræðingur frá hverju hinna 45 ríkjum Evrópuráðsins.

Á fundi nefndarinnar í desember var Baldur kjörinn annar af varaforsetum nefndarinnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum