Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2004 Matvælaráðuneytið

Loðnuveiðar leyfðar á ný

Fréttatilkynning

Ráðuneytið hefur fellt úr gildi tímabundið bann við loðnuveiðum. Undanfarna daga hefur rannsóknaskipið Árni Friðriksson verið við mælingar á loðnumiðum en vart hafði orðið við nýja göngu djúpt NA af landinu. Mælingum er ekki að fullu lokið en ljóst er að ekki er þörf veiðistöðvunar. Búast má við að endanlegt aflamark á yfirstandandi vertíð verði ákveðið að loknum mælingum nú í lok vikunnar.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 20. janúar 2004.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum