Hoppa yfir valmynd
23. janúar 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menningarsjóður félagsheimila. Auglýsing um styrki til ferða- og flutningskostnaðar vegna menningarstarfsemi á Íslandi

Samkvæmt reglum um Menningarsjóð félagsheimila frá 1. júní 1990 er hlutverk sjóðsins að stuðla að menningarstarfi í félagsheimilum og öðrum þeim stöðum sem henta menningarstarfi. Sjóðurinn skal stuðla að leikstarfsemi, tónleikahaldi, listsýningum, bókmenntakynningum og hverskonar annarri menningarstarfsemi.

Samkvæmt reglum um Menningarsjóð félagsheimila frá 1. júní 1990 er hlutverk sjóðsins að stuðla að menningarstarfi í félagsheimilum og öðrum þeim stöðum sem henta menningarstarfi. Sjóðurinn skal stuðla að leikstarfsemi, tónleikahaldi, listsýningum, bókmenntakynningum og hverskonar annarri menningarstarfsemi

Menningarsjóðsnefnd veitir styrki úr sjóðnum til ferða- og flutningskostnaðar til og milli staða þar sem menningarstarfsemin fer fram.

Eyðublöð fyrir umsóknir um styrk úr sjóðnum fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Einnig er unnt að nálgast umsóknareyðublöðin á vef þess, menntamalaraduneyti.is

Úthlutað verður fjórum sinnum úr sjóðnum árið 2004 og verður umsóknarfrestur 15. febrúar, 15. maí, 1. september og 15. nóvember.

Menningarsjóðsnefnd 22. janúar 2004

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum