Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2004 Matvælaráðuneytið

Nr. 1/2004 - Nefnd um varnir gegn dýrasjúkdómum



Alvarlegir dýrasjúkdómar hafa verið að gera vart við sig víðsvegar um heiminn á undanförnum árum, sbr. kúariða, svínapest, gin- og klaufaveiki og fuglaflensa. Sérstök ástæða er til að varast þá dýrasjúkdóma sem borist geta í menn í gegnum snertingu við dýr og neyslu matvæla.

Landbúnaðarráðherra hefur því ákveðið að skipa nefnd til að yfirfara gildandi lög og reglugerðir um varnir gegn dýrasjúkdómum ásamt framkvæmd þeirra, m.a. með hliðsjón af alþjóðlegum samningum. Komast þarf eins og frekast er unnt fyrir þá hættu sem steðjar að heilsu manna og dýra af dýrasjúkdómum og sýktum matvælum og er nefndinni falið að gera tillögur þar að lútandi. Verður jafnframt að telja það mikið kappsmál að varðveita það góða heilbrigðisástand búfjár sem hér ríkir í þágu íslenskra neytenda og hérlendrar matvælaframleiðslu.

Nefndina skipa:

Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, formaður
Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir
Eggert Gunnarsson, dýralæknir
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur.

Er nefndinni falið að skila áliti til ráðherra ásamt tillögum eigi síðar en þann 1. september 2004.

Landbúnaðarráðuneytinu,
2. febrúar 2004

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum