Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2004 Matvælaráðuneytið

Aukning loðnukvótans

Aukning loðnukvótans.

Sjávarútvegsráðuneytið hefur að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar aukið heildarloðnukvóta yfirstandandi vertíðar úr 555 þús. lestum í 635 þús. lestir. Ákvörðun þessi er tekin að loknum mælingum r/s Árna Friðriksonar út af Austur- og Norðausturmiðum. Alls mældust í leiðanginum 780 þús. lestir af kynþroska loðnu. Miðað er við að 400 þús. lestir af loðnu verði skildar eftir til hrygningar. Eftir þessa aukningu loðnukvótans er hlutur íslenskra loðnuskipa orðinn rúmar 497 þús. lestir á þessari vertíð.

Sjá reglugerð

Sjávarútvegsráðuneytinu, 4. febrúar 2004.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum