Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Námsvist við alþjóðlegan menntaskóla

Auglýst er eftir umsóknum um skólavist við alþjóðlegan menntaskóli í Fjaler í Noregi. Nám við skólann tekur tvö ár og því lýkur með viðurkenndu alþjóðlegu stúdentsprófi, International Baccalaureat Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku.

Auglýst er eftir umsóknum um skólavist við alþjóðlegan menntaskóli í Fjaler í Noregi. Nám við skólann tekur tvö ár og því lýkur með viðurkenndu alþjóðlegu stúdentsprófi, International Baccalaureat Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku.

Alþjóðlegi menntaskólinn í Fjaler í Noregi er rekinn af Alþjóðasambandi Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Íslensk stjórnvöld eiga aðild að rekstri skólans og býðst árlega skólavist fyrir einn nemanda. Nemandi þarf sjálfur að greiða uppihaldskostnað sem nemur um það bil 20.000 norskum krónum á ári og auk þess ferðakostnað. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu skólans: http://www.rcnuwc.uwc.org

Auglýst er eftir umsækjendum sem hæfu skólavist skólaárið 2004-2005. Umsækjendur skulu hafa lokið sem svarar einu ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á aldrinum 16 - 19 ára.

Umsóknir berist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 19. mars næstkomandi. Skóla- og símenntunardeild ráðuneytisins veitir nánari upplýsingar í síma 545 9500. Þar er hægt að fá umsóknareyðublöð og einnig á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is

Menntamálaráðuneytið, 19. febrúar 2004

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum