Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2004 Matvælaráðuneytið

Nr. 2/2004 - Fréttamannafundur með landbúnaðarráðherra

Í 9. gr. núgildandi samnings um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu er kveðið á um að fjórum árum frá upphafi gildistíma samningsins, þann 1. september 1998, skulu samningsaðilar kanna framkvæmd hans og í framhaldi af þeirri könnun hefja viðræður um áframhaldandi stefnumótun og gerð nýs samnings. Landbúnaðarráðherra skipaði nefnd í febrúar 2003, sem fékk það hlutverk að kanna framkvæmd núgildandi samnings í samræmi við ofangreint ákvæði og gera tillögur um stefnumótun fyrir greinina og undirbúa þannig gerð næsta samnings. Nefndin hefur nú skilað skýrslu til landbúnaðarráðherra ásamt tillögum til grundvallar næsta mjólkursamningi, en núgildandi samningur rennur út þann 31. ágúst 2005.

Á fundinum verður gerð grein fyrir skýrslu og tillögum nefndarinnar um stefnumótun í mjólkurframleiðslu. Fulltrúa ykkar er hér með boðið að mæta á fundinn klukkan 16:00 í dag, 23. febrúar 2004.

Landbúnaðarráðuneytinu,

23. febrúar 2004

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum