Hoppa yfir valmynd
9. mars 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skipun dómnefndar sem efna á til opinnar samkeppni um hönnun menningarhúss á Akureyri.

Menntamálaráðherra hefur, skv. tillögu verkefnisstjórnar um menningarhús á Akureyri, skipað dómnefnd sem hefur það hlutverk að efna til opinnar samkeppni um hönnun menningarhúss.

Menntamálaráðherra hefur, skv. tillögu verkefnisstjórnar um menningarhús á Akureyri, skipað dómnefnd sem hefur það hlutverk að efna til opinnar samkeppni um hönnun menningarhúss. Húsið mun rísa á uppfyllingu við Torfunesbryggju og verður vettvangur menningarstarfsemi á Norðurlandi. Dómnefndin ráðgerir að auglýsa eftir tillögum um hönnun hússins á næstu vikum. Heildarkostnaður við bygginguna er áætlaður rúmir 1,2 milljarðar kr. Í dómnefndinni eiga sæti tveir fulltrúar Akureyrarbæjar og tveir fulltrúar Arkitektafélags Íslands auk fulltrúa menntamálaráðuneytis sem jafnframt er formaður. Dómnefndin er þannig skipuð:

Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri, formaður

Sigrún B. Jakobsdóttir, formaður menningarmálanefndar Akureyrarbæjar

Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar

Þorvaldur S. Þorvaldsson, arkitekt

Guðrún Ingvarsdóttir, arkitekt

Nefndin skal skila niðurstöðum til menntamálaráðuneytis og Akureyrarbæjar og er mælst til þess að dómnefndin ljúki störfum eigi síðar en fyrir árslok 2004.

Menntamálaráðuneytið, 9. mars 2004

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum