Hoppa yfir valmynd
5. maí 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutun úr Fornleifasjóði 2004

Stjórn sjóðsins ákvað að úthluta aðeins einu sinni á þessu ári og hefur lokið úthlutun.

Fornleifasjóður var stofnaður skv. 24. grein þjóðminjalaga nr. 107/2001. Honum voru í ár ætlaðar fimm milljónir króna til styrkveitinga. Stjórn sjóðsins ákvað að úthluta aðeins einu sinni á þessu ári og hefur lokið úthlutun.

Fornleifastofnun Íslands hlaut styrk að upphæð kr. 1.135.000 til fornleifarannsókna í Kúvíkum í Strandasýslu. Hún fékk einnig kr. 520.000 til uppgraftar í kirkjugarðinum að Hofsstöðum í Mývatnssveit.

Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ var veittur styrkur að upphæð kr. 850.000 til úrvinnslu gagna úr uppgreftri kirkjugarðs og kumlateigs í Keldudal í Skagafirði.

Hjörleifur Guttormsson, Náttúrufræðistofu, Neskaupstað fékk kr. 750.000 styrk til fornleifaskráningar á Hallormsstað.

Skriðuklaustursrannsóknir, Skriðuklaustri fengu kr. 500.000 til forvörslu gripa frá fornleifarannsókninni á Skriðurklaustri.

Loks fengu Suðurlandsskógar á Selfossi kr. 800.000 til skráningar fornminja á væntanlegum skógræktarjörðum, Hvammi í Landssveit og Skaftárdal í Skaftártungu.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum