Hoppa yfir valmynd
23. september 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Könnun ársreikninga sveitarfélaga 2003

Í samræmi við ákvæði VI. kafla sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, og reglugerðar, nr. 374/2000, hefur eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga kannað ársreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2003 með hliðsjón af fjárhagsáætlun ársins og fjárhagsáætlun fyrir árið 2004.

Fyrir nefndinni lágu ársreikningar 101 sveitarfélags en ársreikningar Akrahrepps, Grímseyjarhrepps og Svalbarðshrepps hafa ekki borist félagsmálaráðuneytinu. Á grundvelli viðmiða sem nefndin hefur sett sér m.a. varðandi rekstrarniðurstöðu, peningalega stöðu, eiginfjárhlutfall og þróun í fjármálum hvers sveitarfélags, voru reikningsskil 47 sveitarfélaga tekin til nánari skoðunar.

Nefndin ákvað að skrifa 23 sveitarfélögum og óska m.a. eftir upplýsingum um hver þróunin hefði verið í fjármálum sveitarfélagsins á árinu 2004 í samanburði við fjárhagsáætlun ársins og/eða upplýsingum um hvernig hlutaðeigandi sveitarstjórnir hyggðust bregðast við fjárhagsvanda sveitarfélagsins vegna reksturs og/eða fjárhagsstöðu. Sveitarstjórnum var gefinn tveggja mánaða frestur til að svara erindinu.       

Eftirtöldum sveitarfélögum var skrifað: Blönduóssbæ, Dalvíkurbyggð, Djúpavogshreppi, Fáskrúðsfjarðarhreppi, Hafnarfjarðarkaupstað, Húsavíkurbæ, Hveragerðisbæ, Mosfellsbæ, Mýrdalshreppi, Ólafsfjarðarbæ, Rangárþingi ytra, Reykjanesbæ, Saurbæjarhreppi, Skaftárhreppi, Skútustaðahreppi, Snæfellsbæ, Sveitarfélaginu Árborg, Sveitarfélaginu Hornafirði, Sveitarfélaginu Skagafirði, Vestmannaeyjabæ, Vopnafjarðarhreppi, Þórshafnarhreppi og Öxarfjarðarhreppi.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum