Hoppa yfir valmynd
12. október 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Breytingar á tekjustofnanefnd og sameiningarnefnd

Félagsmálaráðherra hefur skipað fjóra nýja fulltrúa í tekjustofnanefnd og nýjan formann sameiningarnefndar.

Guðjón Bragason, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu mun taka við formennsku í tekjustofnanefnd af Hermanni Sæmundssyni. Auk þess hefur fjármálaráðuneytið skipað í nefndina Ólaf Hjálmarsson, skrifstofustjóra, í stað Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra.

Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, tekur við formennsku í sameiningarnefnd af Guðjóni Bragasyni.

Aðrir nýir fulltrúar í tekjustofnanefnd eru Svanhildur Jakobsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum