Hoppa yfir valmynd
14. október 2004 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma janúar - ágúst 2004. Greinargerð: 14. október 2004

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar- ágúst 2004

Mánaðaruppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins liggur nú fyrir. Við samanburð á rekstrarafkomu fyrri ára verður að hafa í huga að mánaðaruppgjörið er nú með breyttu sniði og hefur framsetning afkomuyfirlits verið færð nær almennum sjóðstreymisyfirlitum, frá og með janúar 2004. Þetta hefur þau áhrif að gjöldin verða um 5 milljörðum króna hærri en ella og því ekki samanburðarhæf við fyrri ár. Skatttekjur ríkissjóðs eru hins vegar færðar á sambærilegan máta og áður.

Greiðsluafkoma. Samkvæmt ágústuppgjöri reyndist handbært fé frá rekstri neikvætt um 7,4 milljarða króna sem er 11,7 milljörðum betri staðan en á sama tíma í fyrra. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir um 4,7 milljarða króna lakari stöðu. Skýringin er sú að tekjur hækka um 4,4 milljarða umfram hækkun gjalda. Þá reyndust hreyfingar á viðskiptareikningum 0,3 milljörðum hagstæðari en gert var ráð fyrir.

Tekjur. Heildartekjur ríkissjóðs námu um 181 milljarði króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Tekjur ríkissjóðs í heildina hækkuðu því um rúma 10 milljarða, frá sama tíma í fyrra, eða um 6,1%. Skatttekjur ríkisins námu um 170 milljörðum króna sem er heldur meiri innheimta en á síðasta ári eða um 12% að raungildi. Innheimtir skattar á tekjur og hagnað einstaklinga og lögaðila námu 53,4 milljörðum króna og hækkuðu um 10,4% frá sama tíma í fyrra. Aukning í innheimtu tryggingargjalda var svipuð eða um 10,3% á milli ára. Til samanburðar má nefna að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 4,3% á þessum sama tíma og neysluverðsvísitalan hækkaði um 2,9%. Innheimta eignaskatta hækkaði einnig á milli ára eða um 18,3% sem jafngildir um 15% raunhækkun. Af öðrum tekjuliðum ríkissjóðs má nefna að um 13,5% aukning var í innheimtu tekna af virðisaukaskatti og svipaða sögu er að segja af öðrum sköttum á vöru og þjónustu. Veruleg aukning var meðal annars í innheimtu vörugjalda af ökutækjum, eða 27,5%, sem endurspeglar aukinn innflutning bifreiða. Að öllu samanlögðu eru innheimtutölur fyrstu átta mánuði ársins í takt við þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins frá 1. október sl.

Gjöld. Gjöld fyrstu átta mánuði ársins nema 189,7 milljörðum króna og hækka um 12,8 milljarða milli ára, en að teknu tilliti til breyttrar færslu gjalda nemur hækkunin um 7,8 milljörðum króna, eða um 4,4%. Hækkun milli ára kemur að langmestu leiti fram í félagsmálum, eða 11,5 milljarðar. Undir þann málaflokk falla um ° hlutar af öllum útgjöldum ríkisins. Þannig hækka greiðslur til heilbrigðismála um 3,8 milljarða, hækkun almannatrygginga nemur 3,2 milljörðum og 2,3 milljarðar eru vegna fræðslumála. Hækkun til atvinnumála, 1,9 milljarðar króna skýrast nær alfarið af hærri framlögum til samgöngumála. Á móti kemur að vaxtagjöldin lækka um 1,5 milljarð milli ára.

Í heild eru greiðslurnar 6,3 milljörðum umfram áætlun fjárlaga og skýrast frávik einna helst af greiðslum til almannatrygginga sem eru 3,4 milljörðum umfram áætlun, sem að hluta til skýrist af tilfærslu milli mánaða. Útgjöld til samgöngumála eru 2 milljörðum umfram áætlun og framkvæmdir til menningarbygginga um 0,8 milljörðum, en í báðum tilvikum er verið að ganga á ónýttar fjárheimildir frá því í fyrra. Önnur frávik eru minni.

Lánamál. Lántökur námu 40,2 milljörðum króna en afborganir voru 29,6 milljarðar. Þá voru greiddir 5 milljarðar króna til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Handbært fé ríkissjóðs lækkaði um 8,6 milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar-ágúst

(Í milljónum króna)

2000

2001

2002

2003

2004

Innheimtar tekjur.............................................

134.279

142.949

152.633

170.668

181.033

Greidd gjöld....................................................

127.215

149.841

165.773

176.919

189.677

Tekjujöfnuður.................................................

7.065

-6.892

-13.140

-6.251

-8.645

Söluhagn. af hlutabr. og eingahl. ....................

0

3

-3.175

-12.059

0

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda........

990

-2.075

-1.120

-790

1.284

Handbært fé frá rekstri..................................

8.055

-8.964

-17.435

-19.100

-7.361

 

 

 

 

Fjármunahreyfingar.......................................

964

799

8.214

17.773

7.829

 

 

 

 

 

 

Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................

9.019

-8.165

-9.221

-1.327

468

 

 

 

 

 

 

Afborganir lána..............................................

-28.469

-22.158

-22.123

-18.437

-29.593

   Innanlands....................................................

-14.979

-7.405

-10.067

-6.028

-4.576

   Erlendis.........................................................

-13.490

-14.753

-12.056

-12.409

-25.017

 

 

 

 

 

 

Greiðslur til LSR og LH.................................

-4.000

-10.000

-6.000

-5.000

-5.000

 

 

 

 

 

 

Lánsfjárjöfnuður. brúttó................................

-23.450

-40.326

-37.344

-24.764

-34.125

 

 

 

 

 

 

Lántökur.........................................................

24.973

36.234

32.171

21.828

40.177

   Innanlands....................................................

2.983

11.408

9.288

20.095

16.928

   Erlendis........................................................

21.990

24.826

22.884

1.733

23.249

 

 

 

 

 

 

Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................

1.523

-4.093

-5.172

-2.936

6.053

 Tekjur ríkissjóðs janúar-ágúst

(Í milljónum króna)

Breyting frá fyrra ári. %

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

Skatttekjur í heild.............................

138.709

146.806

169.316

6,1

4,4

5,8

15,3

  Skattar á tekjur og hagnað.............

43.127

44.303

53.366

19,9

4,5

2,7

20,5

     Tekjuskattur einstaklinga...............

33.201

34.511

38.990

15,2

12,5

3,9

13

     Tekjuskattur lögaðila.....................

3.961

2.911

6.619

35,9

-40,6

-26,5

127,4

     Skattur á fjármagnstekjur o.fl..........

5.965

6.881

7.756

31,4

15,4

15,4

12,7

  Tryggingagjöld................................

15.135

16.400

18.090

10,5

9,2

8,4

10,3

  Eignarskattar...................................

6.346

5.364

6.344

11,7

-2,8

-15,5

18,3

  Skattar á vöru og þjónustu.............

73.152

80.305

91.191

-2

4,1

9,8

13,6

     Virðisaukaskattur..........................

48.416

52.752

59.885

-0,6

7

9

13,5

 Aðrir óbeinir skattar.........................

24.736

27.553

31.306

-4,4

-1,1

11,4

13,6

       Þar af:

 

 

 

 

 

 

 

       Vörugjöld af ökutækjum..............

1.952

3.017

4.111

-41,1

-10,2

54,6

36,3

       Vörugjöld af bensíni.....................

4.803

4.742

5.679

-4,8

-3

-1,2

19,8

       Þungaskattur.............................

3.525

3.596

4.266

9,4

-2,2

2

18,6

       Áfengisgjald og tóbaksgjald........

5.652

6.724

6.844

-4,6

1,9

19

1,8

       Annað............................................

8.804

9.474

10.406

7

0,7

7,6

9,8

  Aðrir skattar......................................

949

433

325

32,9

9,1

5,7

2,5

Aðrar tekjur.........................................

13.924

23.862

11.717

11,7

37,6

71,4

-50,9

Tekjur alls...........................................

152.633

170.668

181.033

6,5

6,8

11,8

6,1Gjöld ríkissjóðs janúar-ágúst

(Í milljónum króna)

 

 

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

 

Almenn mál........................................

17.881

17.881

18.912

3,4

20,0

0,0

5,8

 

   Almenn opinber mál.........................

10.336

9.890

10.318

7,6

19,2

-4,3

4,3

 

   Löggæsla og öryggismál..................

7.545

7.991

8.594

-2,0

21,1

5,9

7,5

 

Félagsmál..........................................

101.101

112.439

123.920

18,0

12,6

11,2

10,2

 

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

21.666

23.090

26.782

16,1

12,0

6,6

16,0

 

           Heilbrigðismál..........................

40.658

45.087

48.923

16,6

14,0

10,9

8,5

 

           Almannatryggingamál..............

32.943

37.767

40.970

21,7

10,9

14,6

8,5

 

Atvinnumál........................................

23.988

26.321

28.230

21,7

2,6

9,7

7,2

 

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

7.212

7.233

7.288

24,7

-1,0

0,3

0,8

 

           Samgöngumál..........................

10.860

12.668

13.935

22,0

6,1

16,7

10,0

 

Vaxtagreiðslur...................................

15.526

11.920

10.291

14,0

5,2

-23,2

-13,7

 

Aðrar greiðslur..................................

7.276

8.358

8.325

54,1

3,6

14,9

-0,4

 

Greiðslur alls.....................................

165.773

176.919

189.677

17,8

10,6

6,7

7,2

 

 Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira