Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2004 Dómsmálaráðuneytið

Breytingar á skipulagi dóms- og kirkjumálaráðuneytis

Fréttatilkynning
Nr. 14/ 2004

Í byrjun þessa mánaðar tók gildi nýtt skipurit fyrir dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Skipulagsbreytingar hafa verið í undirbúningi undanfarna mánuði og felast m.a. í tilflutningi verkefna innan ráðuneytisins o.fl. Samkvæmt skipuritinu skiptist ráðuneytið í fimm skrifstofur sem sinna þeim verkefnum sem ráðuneytinu eru falin lögum samkvæmt. Skrifstofurnar fimm eru:

Lagaskrifstofa. Meginverkefni skrifstofunnar er gerð lagafrumvarpa og reglugerða en auk þess heldur skrifstofan utan um mannréttindamál, réttarfar og refsirétt svo og birtingu laga og stjórnvaldsfyrirmæla o.fl. Skrifstofustjóri er Ragna Árnadóttir.

Einkamála- og borgaraskrifstofa. Meginverkefni skrifstofunnar eru málefni útlendinga og sifja-, erfða og persónuréttur auk fleiri mála eins og nánar má sjá í skipuriti ráðuneytisins. Skrifstofustjóri er Haukur Guðmundsson.

Kirkjumála- og leyfaskrifstofa. Meginverkefni skrifstofunnar eru kirkjumál og trúfélög auk þess sem skrifstofan heldur utan um útgáfu á flestum þeim leyfum sem undir ráðuneytið heyra, þar á meðal happdrættisleyfi og gjafsóknarleyfi svo og málefni lögmanna og fasteignasala. Skrifstofustjóri er Hjalti Zóphóníasson.

Rekstrar- og fjármálaskrifstofa. Meginverkefni skrifstofunnar er almenn fjármálaumsýsla, fjárlagaundirbúningur, áætlanagerð, rekstrareftirlit, framkvæmda- og húsnæðismál o.fl. Skrifstofustjóri er Ásdís Ingibjargardóttir.

Dómsmála- og löggæsluskrifstofa. Meginverkefni skrifstofunnar eru málefni dómstóla, sýslumanna, lögreglu- og ákæruvalds, fangelsi og fullnusta refsinga, landhelgisgæsla, almannavarnir, björgunarmál o.fl. Skrifstofustjóri er Stefán Eiríksson.

Drífa Pálsdóttir skrifstofustjóri mun sinna sérverkefnum á skrifstofu ráðherra, einkum að því er varðar lög og reglugerðir á sviði sifjaréttar.

Nánari upplýsingar um skipurit ráðuneytisins og verkefni hverrar skrifstofu fyrir sig.

 

 

Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
5. nóvember 2004.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum