Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Málfar í norrænum barna- og unglingabókum - 19.11.2004

NORDMÅLFORUM - ráðstefna í Reykjavík 19.11.2004

Hvaða þýðingu hafa barna- og unglingabókmenntir fyrir málkennd og málþroska?
Hvernig breytir alþjóðahyggjan, sem endurspeglast í nútíma barnabókmenntum, samfélagsskilningi ungs fólks? Hvaða áhrif hafa tölvuleikir og kvikmyndir á málskilning og lestrarvenjur barna og unglinga? Hvernig má nýta upplýsingatækni til að efla lestraráhuga og málþroska? Leitað verður svara við þessum spurningum á ráðstefnu um málfar í barna- og unglingabókum sem haldin verður á Hótel Loftleiðum föstudaginn 19. nóvember, kl.9.

Ráðstefnan er haldin í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og skipulögð af Norræna málráðinu í samstarfi við Stjórnarnefnd um norræna barnamenningu. Fræðimenn og barnabókahöfundar hvaðanæva af Norðurlöndum eru meðal fyrirlesara, m.a. danska skáldkonan Hanne Kvist, Kari Levola frá Finnlandi og Andri Snær Magnason rithöfundur. Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, mun stjórna umræðum.
Fjölmiðlafólk er boðið velkomið á ráðstefnuna.


Frekari upplýsingar veitir Ragnheiður H. Þórarinsdóttir sérfræðingur í menntamálaráðuneyti í síma 545 9511

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar eru á vef Norrænu ráðherranefndarinnar: og á formennskuvef Íslendinga. Sjá einnig vef um norrænar barna- og unglingabókmenntir.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum