Hoppa yfir valmynd
10. desember 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Laust embætti rektors

Embætti rektors Háskóla Íslands er laust til umsóknar.

Embætti rektors Háskóla Íslands er laust til umsóknar.

Í samræmi við 3. mgr. 6. gr. laga nr. 41/1999 um Háskóla Íslands og 9. gr. reglna nr. 458/2000 fyrir Háskóla Íslands, auglýsir menntamálaráðherra hér með laust til umsóknar embætti rektors Háskóla Íslands.

Háskólarektor er yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan. Hann hefur almennt eftirlit með allri starfsemi háskólans, þar með talið ráðningar- og fjármálum einstakra deilda og stofnana. Rektor á frumkvæði að því að háskólafundur marki heildarstefnu í málefnum háskólans. Á milli funda háskólaráðs fer rektor í umboði þess með ákvörðunarvald í öllum málum háskólans. Rektor ræður starfslið sameiginlegrar stjórnsýslu háskólans og setur því erindisbréf eða starfslýsingar. Um laun rektors fer eftir ákvörðun kjaranefndar.

Menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára í samræmi við 6. gr. laga um Háskóla Íslands, samkvæmt tilnefningu háskólaráðs, að undangengnum almennum kosningum í háskólanum. Miðað er við að rektorskjör fari fram 15. mars næstkomandi. Skipunartímabil rektors er fimm ár, frá 1. júlí 2005.

Embættisgengir í embætti rektors Háskóla Íslands eru þeir einir sem skipaðir eru eða ráðnir ótímabundið prófessorar eða dósentar við háskólann í fullu starfi, sbr. 9. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands.

Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík fyrir 20. janúar 2005.

Menntamálaráðuneytið, 9. desember 2004



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum