Hoppa yfir valmynd
16. desember 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Embætti skrifstofustjóra

Félagsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra jafnréttis- og vinnumálaskrifstofu.

Skrifstofustjórinn leiðir mótun og framkvæmd verkefna ráðuneytisins er varða jafnrétti kynjanna og vinnumarkaðsmál.

Eftirfarandi kröfur eru gerðar til umsækjenda: Háskólamenntun í lögfræði, víðtæk þekking á málaflokkum og viðfangsefnum skrifstofunnar, forystuhæfileikar, reynsla af stjórnun æskileg, ágæt samskiptahæfni, góð tölvukunnátta, gott vald á íslensku máli og góð tungumálakunnátta.

Skipað er í embættið til fimm ára og er áætlað að skipað verði frá og með 1. febrúar 2005.

Um launakjör fer samkvæmt ákvörðun kjaranefndar.

Vakin er athygli á að embættið stendur opið jafnt konum og körlum.

Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2005 og skulu umsóknir berast til félagsmálaráðuneytisins, Hafnarhúsinu v/Tryggagötu, 150 Reykjavík. Í umsókn skal veita upplýsingar um menntun, starfsferil og reynslu og æskilegt er að tilgreindir verði auk þess a.m.k. tveir meðmælendur. Umsóknir þar sem umsækjandi óskar nafnleyndar verða ekki teknar gildar.

Nánari upplýsingar veitir ráðuneytisstjóri en öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun hefur verið tekin.

Félagsmálaráðuneytinu, 16. desember 2004.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum