Hoppa yfir valmynd
16. desember 2004 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Staða skólameistara við Fjölbrautaskólann við Ármúla

Umsækjendur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskólann við Ármúla.

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskólann við Ármúla rann út miðvikudaginn 15. desember sl. Menntamálaráðuneytinu bárust tíu umsóknir um stöðuna. Umsækjendur eru:

Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari
Erpur Snær Hansen, kennari
Eyjólfur Bragason, náms- og starfsráðgjafi
Gísli Ragnarsson, aðstoðarskólameistari
Helga Kristín Kolbeins, áfangastjóri
Magnús Ingólfsson, kennslustjóri
Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri
Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, aðstoðarskólameistari
Sigurlaug Kristmannsdóttir, kennari
Svava Þorkelsdóttir, deildarstjóri

Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. janúar 2005, að fenginni tillögu hlutaðeigandi skólanefndar, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996 og skv. lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, með síðari breytingum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum