Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2005 Innviðaráðuneytið

Auknar gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu

Tölur Seðlabankans sýna að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum eru 2,2 milljörðum meiri fyrstu níu mánuði ársins 2004, miðað við sama tímabil árið 2003.

Tölur fyrir árið í heild liggja ekki fyrir fyrr en í næsta mánuði, en fyrstu 9 mánuðina nemur aukningin 7%, þar sem gjaldeyristekjur hækka úr 30,4 milljörðum í 32,6 milljarða.

Mestu munar um aukna neyslu erlendra ferðamanna hér á landi, sem nemur 1,8 milljarði króna. Fyrstu níu mánuði nýliðins árs sóttu 300 þúsund erlendir gestir landið heim, sem þýðir að meðalneysla hvers gests nemur ríflega 70 þúsund krónum.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Ferðamálaráðs Íslands.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum