Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2005 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ný reglugerð um gæludýr og dýrahald í atvinnuskyni

Nýverið tók gildi reglugerð nr. 1077/2004 um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni. Samhliða féll úr gildi reglugerð um dýrahald í atvinnuskyni nr. 499/1997. Reglugerðin er sett samkvæmt heimild í 5. 11. og 12. gr laga nr. 15/1994 um dýravernd.

Markmið reglugerðarinnar er að tryggja velferð gæludýra og dýra sem haldin eru í atvinnuskyni. Þar er að finna ákvæði um hvernig ber að búa að gæludýrum með tilliti til umhirðu, undaneldis, sölu, flutninga o.fl. Að auki inniheldur reglugerðin sérstakan kafla um kröfur sem gerðar eru til starfssemi þar sem dýr eru haldin í atvinnuskyni s.s. ræktun og verslun, auk alls sýningarhalds með dýr. Umhverfisstofnun hefur gefið út upplýsingabækling þar sem stiklað er á stóru um innihald reglugerðarinnar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum