Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2005 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Þriðja norræna matvælaeftirlitsráðstefnan verður haldin í Reykjavík

Norræn matvælaeftirlitráðstefna verður haldinn á vegum Norrænuráðherranefndarinnar og Umhverfisstofnunar á Hótel Loftleiðum dagana 28. og 29. janúar n.k. Umhverfisráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir setur ráðstefnuna. Gert er fyrir 160 ráðstefnugestum sem allir koma að matvælaeftirliti á Norðurlöndunum. Þetta er þriðja ráðstefnan í röð eftirlitsráðstefna á matvælasviði en áður hafa þegar verið haldnar ráðstefnur í Noregi og Svíþjóð.

Matvælaeftirlitsráðstefnurnar hafa skapað mikilvægan grundvöll til skoðanaskipta og tengslamyndunar milli eftirlitsaðila á matvælasviðinu á Norðurlöndum. Í ár er lögð áhersla á áhættumat og kröfur til eftirlitsaðila. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrá hennar er að finna á ensku vef Umhverfisstofnunar.

Ávarp Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra við setningu ráðstefnunnar var á dönsku

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum