Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýr formaður ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Herdís Á. Sæmundardóttir varaþingmaður hefur frá 1. febrúar 2005 tekið við formennsku í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga af Húnboga Þorsteinssyni, fyrrverandi skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu. Jafnframt hefur Guðjón Bragason, settur skrifstofustjóri sveitarstjórnarskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, verið skipaður varamaður Herdísar frá sama tíma.

Húnbogi Þorsteinsson á að baki afar farsælan feril sem formaður ráðgjafarnefndarinnar, en hann hefur gegnt því starfi frá 1. janúar 1990, eða frá því Jöfnunarsjóður sveitarfélaga tók til starfa í núverandi mynd. Á þeim tíma sem liðinn er hefur jöfnunarsjóðurinn tekið miklum breytingum, meðal annars vegna flutnings grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Um leið og Húnboga eru þökkuð vel unnin störf í þágu sjóðsins er nýjum formanni óskað velfarnaðar í starfi.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum