Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2005 Matvælaráðuneytið

Frumvarp til laga um faggildingu, o.fl.

Í viðskiptaráðuneytinu hafa verið samin drög að frumvarpi til laga um faggildingu,o.fl. Ákvæði um faggildingu komu fyrst í íslenska löggjöf við samþykkt laga nr. 100/1992, um vog, mál og faggildingu. Faggilding og faggildingarstarfsemi hefur þróast ört á undanförnum árum og nauðsynlegt er að skýra og treysta lagaumgjörð um starfsemi faggildingarstofu.

Meginbreytingar frumvarpsins eru eftirfarandi:

  • Faggiliding verður ekki framar rekin sem deild í Löggildingarstofu. Starfsemi faggildingarstofu er gerð faglega- og fjárhagslega sjálfstæð og óháð opinberum aðilum og einkaaðilum sem eiga eða kunna að eiga við hana viðskipti, í samræmi við alþjóðlegar kröfur sem samtök faggildingarstofa hafa sett fram.
  • Reglur eru skýrðar um helstu réttindi og skyldur þeirra sem vilja afla sér faggildingar en það eykur réttaröryggi á þessu sviði
  • Merki faggildingar fær vernd og aukið vægi sem staðfesting íslensku faggildingarstofunnar á hæfni þess aðili sem hlotið hefur faggildingu hverju sinni
  • Faggildingarstofa skal meta s.n. tilkynnta aðila með hliðsjón af almennum ákvæðum frumvarpsins og þeim sérreglum sem stjórnvöld á hverju málefnasviði fyrir sig setja í reglum sem gilda um hlutaðeigandi vöruflokk eða starfsemi.

Ráðuneytið vill hér með leggja fram til kynningar á Netinu framangreind drög að frumvarpi til laga um faggildingu, o.fl. og beinir því til allra sem áhuga og hagsmuna kunna að eiga að senda ráðuneytinu athugasemdir, eða ábendingar ef það á við, um efni þessara frumvarpsdraga eigi síðar en mánudaginn 21. febrúar 2005.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum