Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2005 Matvælaráðuneytið

Vettvangur fiskimjölsverksmiðju Samherja hf. skoðuð

 

Frá sjávarútvegsráðuneytinu

 

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Guðjón Hjörleifsson formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis heimsóttu Grindavík og skoðuðu vettvang brunans sem varð í fiskimjölsverksmiðju Samherja hf. í gær. Jafnframt fundaði ráðherra með forstjóra Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni til að fara yfir stöðu mála. Fram kom á fundinum að Þorsteinn væri bjartsýnn á að hægt væri að vinna hrogn í verksmiðjunni þar sem brunahólf hússins hefðu haldið og því væru tæki og tól sem tilheyrðu loðnufrystingunni sennilega nokkuð heil. Verksmiðja Samherja hefði getað unnið úr um 60.000 tonnum af loðnum yfir vertíðina og í ljósi þess hve loðnukvótinn fyrir vertíðina er mikill er hugsanlegt að Íslendingar verði af  allt að 700 m.kr. tekjum vegna brunans að sögn sjávarútvegsráðherra. Fundinn sátu einnig fulltrúar bæjarstjórnarinnar þeir Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri og Ómar Jónsson formaður bæjarráðs. Sögðu þeir að bærinn myndi gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að vinnsla hæfist á ný í verksmiðju Samherja.

 

 mynd_grindavik_jan_05

 

 

Á myndinni er Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri í Grindavík, Þorsteinn Már Baldvinsson forstjór Samherja, Ármann Kr. Ólafsson aðstoðarmaður ráðherra, Guðjón Hjörleifsson formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, Ómar Jónsson forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra.

 

Nánir upplýsingar veitir Ármann Kr. Ólafsson í síma 896-6768.

 

 

Reykjavík 10. febrúar 2005.

 

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum