Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2005 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Heimsókn til Marorku

Guðjón Jónsson frá VSÓ, Þórður Magnússon, Sigríður Anna Þórðardóttir , Jón Ágúst Þorsteinsson og Kristinn Aspelund
marorka 1

Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra og nokkrum samstarfsmönnum úr ráðuneytinu var boðið í heimsókn til Marorku í síðustu viku til að kynna sér starfsemi fyrirtækisins. Það voru þeir Þórður Magnússon stjórnarformaður og Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson framkvæmdastjóri ásamt starfsmönnum Marorku sem kynntu starfsemina en þeir skilgreina fyrirtækið sem hátæknisprotafyrirtæki.

Undanfarin ár hafa starfsmenn Marorku hannað og markaðssett MAREN sem er orkustjórnunarkerfi fyrir fiskiskip. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins getur búnaðurinn sparað um eða yfir 10% í orkunotkun þegar hann er settur í eldri skip Anna Karlsdóttir, Jón Ágúst Þorsteinsson og Sigríður Anna Þórðardóttiren leiðir til 25% - 30% orkusparnaðar ef skip eru hönnuð frá grunni með hliðsjón af þeirri tækni sem Marorka býður upp á. MAREN-búnaði hefur nú þegar verið komið fyrir í uppsjávarskipunum Jóni Kjartanssyni SU og Ingunni AK og fjölmörg innlend og erlend samstarfsverkefni eru í deiglunni.

Umhverfisráðherra sagði í heimsókninni að þarna væri á ferðinni merkilegt framtak sem spennandi yrði að fylgjast með. Ef notkun á MAREN orkustjórnunarkerfinu verður almenn í fiskiskipaflotanum gæti dregið töluvert úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi því 20% af heildarútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi kemur frá fiskiskipum.

Sjá nánar á vefnum www.marorka.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum