Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2005 Matvælaráðuneytið

Úthlutun aflaheimilda til tilrauna í áframeldi á þorski

Sjávarútvegsráðherra hefur samþykkt tillögur stjórnar AVS rannsóknasjóðs varðandi úthlutun aflaheimilda til áframeldis á þorski fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.

Þetta er í fjórða sinn sem úthlutað er. 14 fyrirtæki sóttu um kvóta að þessu sinni, og sóttu þau um 790 tonn, en til ráðstöfunar eru 500 tonn, sem 11 fyrirtæki fengu að þessu sinni til þess að vinna með í sínum verkefnum.

Eftirtalin fyrirtæki hafa fengið úthlutun á fiskveiðiárinu 2004/2005:

Fyrirtæki

Magn úthlutað

Veiðibjallan, Norðfirði

20 tn

Þorskeldi ehf, Djúpavogi

20 tn

Vopn-fiskur ehf. Vopnafirði

5 tn

Ice-Cage

10 tn

Guðmundur Runólfsson hf., Grundarfirði

70 tn

Glaður ehf., Bolungarvík

15 tn

Síldarvinnslan hf., Neskaupsstað

50 tn

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Hnífsdal

100 tn 

Brim – fiskeldi ehf.

100 tn

Þóroddur ehf., Tálknafirði

100 tn

Álfsfell ehf.,

10 tn

Samtals

500 tn

Með úthlutun á árlegum 500 tonna þorskeldiskvóta hefur átt sér stað mikil aukning í áframeldi á þorski. Litið er á áframeldi á villtum þorski í sjókvíum sem skammtímalausn þar sem það mun ekki keppa við eldi með kynbættum eldisþorski í framtíðinni. Úthlutun á aflaheimildum til áframeldis á þorski er mikilvæg við þróun sjókvíaeldis á Íslandi.

Frá því að fyrst var farið að úthluta 500 tonna aflaheimildum ár hvert, hefur átt sér stað mikil þekkingaruppbygging. Fyrirtækin hafa miðlað á milli sín reynslu og lögð hefur verið áhersla á að varðveita þá þekkingu sem hefur aflast. Þau fyrirtæki sem fá úthlutað aflaheimildum þurfa að skila greinagerð um árangur af föngun og eldi síðasta árs til AVS rannsóknasjóðsins. Kvóta er síðan úthlutað eftir því hve vel hefur tekist til við að auka við þyngd fisksins í eldinu, einnig er lagt mat á innihald og gæði greinagerðar um föngun, eldi, vinnslu, markaðs-setningu og frammistöðu fyrirtækisins í rannsókna- og þróunarverkefnum.

Þorskeldiskvótinn hefur m.a. verið nýttur:

  • Til að þróa aðferðir við föngun á lifandi þorski
  • Til hönnunar og þróunar á veiði- og eldisbúnaði
  • Til þróunar á aðferðum við eldi, svo sem fóðrun og fóðurgerð
  • Til að þróa aðferðir við slátrun og vinnslu á áframeldisþorski


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum