Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2005 Dómsmálaráðuneytið

Einkarekin vakt- og öryggisþjónusta.

Fréttatilkynning
Nr. 7/ 2005

Tillaga um, að starfsmenn fyrirtækja, sem þurfa að senda menn til álesturs í híbýli eða aðrar fasteignir hafi auðkennd persónuskilríki og skilji eftir nafnspjald hjá umráðamanni, er meðal þess sem fram kemur í greinargerð um einkarekna vakt- og öryggisþjónustu og lögregluna, sem samin hefur verið á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Þá er einnig lagt til, að dyrkþjónusta og lífvarsla falli undir lög um einkarekna vakt- og öryggisþjónustu auk þess sem persónunjósnir einkaaðila í atvinnuskyni verði bannaðar hér landi.

Greinargerðin er samin af nefnd, sem Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði í ágúst 2003 til að fjalla um verkskil milli lögreglu og einkarekinna öryggisfyrirtækja. Nefndinni var í skipunbréfi falið að kynna sér reynslu af starfi öryggisfyrirtækja og líta til verkefna þeirra og verkefna lögreglunnar og hvar þau skarist. Nefndinni var falið að skila til ráðuneytisins greinargerð um málið og tillögum til úrbóta ef því væri að skipta.

Í nefndinni sátu Guðjón Petersen formaður, Árni Guðmundsson frá Securitas hf., Jónmundur Kjartansson, yfirlögregluþjónn embætti ríkislögreglustjóra og Reynir S. Ólafsson frá Öryggismiðstöð Íslands hf. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið mun taka mið af tillögum nefndarinnar við endurskoðun á lögum nr. 58/1997 og reglugerð 340/1997 um einkarekna vakt- og öryggisþjónustu.

Greinargerð nefndarinnar: Einkarekin vakt- og öryggisþjónusta - Verkskilaskýsla.

Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
17. febrúar 2005.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum