Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2005 Matvælaráðuneytið

Skipulagsumbætur á raforkumarkaði.

Iðnaðarráðuneyti og fjármálaráðuneyti

Nr. 5/2005

Í dag undirrituðu iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri viljayfirlýsingu um að íslenska ríkið leysi til sín eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun. Þetta er gert í ljósi nýrra raforkulaga sem fela í sér samkeppni í vinnslu og sölu raforku. Eðlilegt þykir því að Reykjavíkurborg og Akureyrarbær, sem eigendur annarra orkufyrirtækja, losi um eignarhluta sína í Landsvirkjun. Greiðslur fyrir eignarhlutana verða inntar af hendi á löngum tíma og renna beint til að mæta lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaganna hvors um sig. Samningur um ofangreint skal liggja fyrir eigi síðar en 30. september 2005. Stefnt er að því að þessar breytingar á eignarhaldi Landsvirkjunar eigi sér stað 1. janúar 2006.

Ríkið ráðgerir að sameina Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða hf. eftir að hafa leyst til sín eignarhluta sveitarfélaganna í Landsvirkjun. Með því sameinar ríkið eigur sínar á raforkumarkaði í eitt fyrirtæki í framleiðslu, dreifingu og sölu raforku. Undirbúningur að sameiningunni hefst nú þegar. Stefnt er að því að honum ljúki eigi síðar en 30. september 2005 og að sameiningin taki gildi 1. janúar 2006.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum