Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2005 Matvælaráðuneytið

Grásleppuvertíðin stytt

Ráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um hrognkelsaveiðar. Meginbreytingin felst í því, að grásleppuvertíðin hefur verið stytt um þrjátíu daga. Hafa 10 dagar verið teknir framan af veiðitímabilinu og tuttugu dagar aftan af veiðitímabilinu, miðað við síðustu grásleppuvertíðvertíð. Er þetta gert að tillögu Landsambands smábátaeiganda, sem telja að þörf sé á því að takmarka framboð á grásleppuhrognum vegna ástands á mörkuðum birgðum frá fyrra ári.

 

sjá reglugerð

 

Sjávarútvegsráðuneytinu, 18. febrúar 2005.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum