Hoppa yfir valmynd
5. mars 2005 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismennt á hverju strái

Umhverfisfræðsluráð boðar til málþings um umhverfismennt í námskrá grunnskólans,
fimmtudaginn 10. mars kl. 13:00 - 16:30, í Norræna húsinu.


Málþingið er haldið í tilefni af endurskoðun námskrár og er ætlað að skapa umræðu um stöðu og framtíð umhverfismenntar í námskrá grunnskólans.

Dagskrá:

Opnunarávarp: Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu

Endurskoðun aðalnámsskrár og áherslur í umhverfismennt
Sigurjón Mýrdal deildarstjóri námskrárdeildar menntamálaráðuneytisins

Umhverfismennt: Alþjóðlegar áherslur og áherslur í aðalnámskrá
Margrét Júlía Rafnsdóttir meistari í umhverfisfræðum og grunnskólakennari

Sjálfbær þróun, staðardagskrá 21 og umhverfismennt
- að læra af því sem stendur manni næst
-
Katrín Jakobsdóttir formaður Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar

Kaffihlé: Umhverfisfræðsluráð býður upp á kaffi og meðlæti

Viðhorf grunnskólakennara til umhverfismenntar
Fulltrúi Félags grunnskólakennara

Framtíðarsýn á umhverfismennt í grunnskólum
Sigrún Helgadóttir, verkefnisstjóri Grænskólaverkefnisins

Fundarstjóri: Ingibjörg Ólafsdóttir, formaður Umhverfisfræðsluráðs
Lokaorð: Steinn Kárason fulltrúi menntamálaráðuneytisins í Umhverfisfræðsluráði.

Boðið verður upp á fyrirspurnir og umræður á milli erindanna.

Vinsamlega skráið þátttöku hér eða í síma 545 8600 í
síðasta lagi miðvikudaginn 9. mars.
Enginn aðgangseyrir.

Allir velkomnir

Umhverfisfræðsluráð

Umhverfismennt á hverju strái



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum