Hoppa yfir valmynd
7. mars 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Evrópskt háskólasvæði – kynningarfundur um Bolognaferlið - 07.03.2005

Kynningarfundur um Bolognaferlið mánudaginn 7. mars frá kl. 14-17 í hátíðarsal Háskóla Íslands.


Menntamálaráðuneytið og Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins bjóða til kynningarfundar um Bolognaferlið mánudaginn 7. mars frá kl. 14-17 í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fundurinn er ætlaður öllu háskólafólki og eru nemendur og kennarar hvattir til að fjölmenna.

Markmið fundarins er að kynna það starf sem fram fer í kjölfar Bolognayfirlýsingarinnar frá 1999 um samanburðarhæfni æðri menntunar í Evrópu. Bolognayfirlýsingin miðar að því að skapa evrópskt menntasvæði á háskólastigi til að auðvelda nemendum, kennurum og fræðimönnum að færa sig á milli landa í Evrópu og nema og starfa utan heimalands síns. Gert er ráð fyrir að markmiðum Bolognayfirlýsingarinnar verði náð 2010.
Í Bolognaferlinu er lögð mikil áhersla á hreyfanleika milli landa, gagnkvæma viðurkenningu menntunar og gæðatryggingu.
Allir skólar á háskólastigi hér á landi hafa markmið Bolognaferlisins að leiðarljósi til þess að veita nemendum sínum og starfsmönnum auðveldan aðgang að evrópska menntasvæðinu.

Dagskrá:

Ávarp menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.
Þórður Kristinsson, framkvæmdastjóri akademískrar stjórnsýslu Háskóla Íslands, flytur erindi um framkvæmd Bolognaferlisins á Íslandi.
Lesley Wilson, framkvæmdastjóri European University Association (EUA) með erindið EUA, European Universities and the Bologna Process.
Hlé kaffi
Norman Sharp, forstöðumaður Scottish Quality Assurance Agency með erindið The centrality of learning outcomes to the Bologna Process.
Fyrirspurnir verða heimilar eftir hvert erindi.
Léttar veitingar.
Fundarstjóri er Sólrún Jensdóttir skrifstofustjóri í Menntamálaráðuneytinu.
                                                                



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum