Forsætisráðuneytið

Skipan nýs bankastjóra Seðlabanka

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra

Birgir Ísleifur Gunnarsson bankastjóri Seðlabankans og formaður bankastjórnar hefur með bréfi dagsettu 5. september 2005 óskað eftir lausn frá störfum frá og með 1. október 2005.

Í framhaldi af því hefur forsætisráðherra skipað Davíð Oddsson utanríkisráðherra, bankastjóra og formann bankastjórnar Seðlabanka Íslands til sjö ára frá og með 20. október 2005.

Reykjavík 7. september 2005.Hafa samband

Ábending / fyrirspurn