Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga

Sameiningarkosningar 2005
Sameiningarkosningar 2005

Á morgun, laugardaginn 5. nóvember, fer fram atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga í eftirtöldum sveitarfélögum:

  1. Í Reykhólahreppi, um sameiningu við Dalabyggð og Saurbæjarhrepp.
  2. Í Aðaldælahreppi, Kelduneshreppi, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi, um sameiningu þessara sveitarfélaga við Húsavíkurbæ, Raufarhafnarhrepp og Öxarfjarðarhrepp.

Sama kjörskrá gildir og við atkvæðagreiðslu sem fram fór 8. október sl. Kosningarétt eiga allir íbúar framangreindra sveitarfélaga sem náð höfðu 18 ára aldri þann 8. október 2005 og uppfylla skilyrði 2. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998.

Viðkomandi sveitarstjórnir veita upplýsingar um staðsetningu kjörstaða og opnunartíma þeirra, svo og hvar talning atkvæða fer fram í hverju sveitarfélagi.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum