Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Vatnsleysustrandarhreppur verður Sveitarfélagið Vogar

Vogar
Vogar

Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps um breytingu á nafni sveitarfélagsins. Framvegis ber sveitarfélagið nafnið Sveitarfélagið Vogar.


Jafnframt hefur ráðuneytið staðfest nýja samþykkt um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Voga, en samkvæmt henni mun hreppsnefnd framvegis nefnast bæjarstjórn og sveitarstjóri fá titilinn bæjarstjóri. Auk þess mun fulltrúum í sveitarstjórn fjölga úr fimm í sjö frá og með næstu sveitarstjórnarkosningum sem fara fram þann 27. maí næstkomandi.
Frá gildistöku breytingarinnar mun einnig verða starfandi bæjarráð í sveitarfélaginu, sem bæjarstjórn kýs.

Nánari upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins, www.vogar.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum