Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2006 Matvælaráðuneytið

Viljayfirlýsing vegna Landsvirkjunar.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti

Nr. 1/2006

Í febrúar 2005 undirrituðu iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri viljayfirlýsingu um að íslenska ríkið leysti til sín eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun. Til að vinna að þessu var skipuð fjögurra manna samninganefnd, skipuð einum fulltrúa frá hverjum aðila. Var að því stefnt að breyting á eignarhaldi Landsvirkjunar ætti sér stað 1. janúar 2006.

Ekki hefur náðst samkomulag um kaupin og hafa aðilar orðið sammála um að ekki séu forsendur fyrir frekari viðræðum að svo stöddu.

 

Reykjavík 20. janúar 2006.

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum